Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur dregið yfirtökuboð sitt í Aer Lingus til baka, í kjölfar þess að Evrópusambandið hóf rannsókn á málinu, segir í frétt Dow Jones.

Talsmenn Ryanair segjast ekki munu leggja fram annað tilboð nema að framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins samþykki það.

Michael O Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins sýni flugfélaginu ekki fulla sanngirni, og bendir á samruna Air France og KLM í því samhengi.

O Leary segir ósamræmi sé í þeim viðmiðum sem samkeppnisyfirvöldin beiti, en Ryanair hafi boðist til að gefa eftir mun stærri hluta af rekstri sínum til að mæta viðmiðum sambandsins,  heldur en gert var í Air France-KLM samrunanum.