Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair Holdings hefur aukið hlut sinn í lággjaldaflugfélaginu Aer Lingus í meira en 25%, segir í frétt Dow Jones.

Aðilar sem eru nákomnir málinu segja að Ryanair hafi keypt í Aer Lingus fyrir um 7,7 milljarða króna í gær, og við það hafi hlutur þeirra aukist úr 19,2% í yfir 25%.

Í október gerði Ryanair tilboð í Aer Lingus sem hljóðaði upp á 2,8 evrur á hlut, sem metur félagið á 1,4 milljarða evra.