Frá næsta hausti mun írska lággjaldafélagið Ryanair fljúga frá Kaupmannahöfn til þrjátíu og fjögurra borga í Evrópu. Þetta kemur fram vefsvæðinu turisti.is í dag.

Þessi tíðindi ættu að kæta þá fjölmörgu Íslendinga sem millilenda í Kaupmannahöfn enda eru farmiðar til Kaupmannahafnar gjarnan meðal þeirra ódýrustu sem bjóðast hér á landi.

Ryanair hyggst minnka umsvif sín á Spáni til að geta sinnt dönskum markaði betur. Samkeppni lággjaldaflugfélaga í Danmörku hefur verið hörð og verður því spennandi að sjá hvernig Ryanair vegnar.