*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Erlent 25. september 2018 19:00

Ryanair fellir niður 190 flug

Flugfélagið hefur breytt áætlunum sínum sökum aðgerða verkalýðsfélaga víðs vegar um Evrópu.

Ritstjórn

Írska flugfélagið Ryanair hefur fellt niður 190 flug sem áætluð voru næstkomandi föstudag. Flugfélagið hefur breytt áætlunum sínum sökum aðgerða verkalýðsfélaga víðs vegar um Evrópu.

Flugfélagið hefur gefið út að þetta muni koma til með að hafa áhrif á um 30 þúsund farþega sem þegar hefur verið gert viðvart í tölvupósti.

Forsvarsmenn flugfélagsins segjast harma það að þurfa að ráðast í þessar aðgerðir og biðst afsökunar á þeim óþægindum sem þær muni hafa á viðskiptavini félagsins. 

Að sögn flugfélagsins hefur samningaviðræðum við verkalýðsfélögin miðað vel áfram en það hefur nú þegar gengið frá samningum við verkalýðsfélög á Ítalíu.

Hér er frétt BBC um málið. 

Stikkorð: Ryanair