Lággjaldaflugfélagið Ryanair hyggst draga úr rekstrarkostnaði með því að fækka flugferðum til og frá Stanstead-flugvelli í London um 14%. Stanstead er dýrasti flugvöllurinn í leiðaneti Ryanair. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Ryanair að flugvélum sem eru gerðar út frá Stanstead verði fækkað um tæpan fjórðung í vetur og flugum til og frá vellinum fækkað úr 1860 í 1600.

Vegna hækkandi eldsneytisverðs og minnkandi eftirspurnar reyna flugfélög nú að draga úr kostnaði.

Á meðan Ryainair fækkar flugferðum til og frá dýrum flugvöllum fjölgar félagið ferðum til og frá þeim sem eru ódýrari. Ryanair mun fækka heildarflugferðum um tíu prósent næstkomandi vetur.