*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Erlent 6. febrúar 2017 16:21

Ryanair fórnarlamb eigin velvildar

Meðalfargjöld hjá Ryanair lækkuðu um 17% og hagnaður fyrirtækisins minnkaði um 8% niður í 95 milljónir evra.

Ritstjórn

Ryanair þurfa nú að endurskoða stefnu sína í farangursmálum. Áður bauð fyrirtækið upp á það að fólk gat tekið með sér eina fría tösku í handfarangri, en lenti ítrekað í því að farþegar misnotuðu velvild fyrirtækisins. Það hefur valdið nokkrum töfum hjá flugfélaginu. BBC greinir frá.

Fjármálastjóri Ryanair, Neil Sorahan, sagði að flugfélagið væri fórnarlamb eigin velvildar og að oft hefði farangur sem væri allt of stór verið með í för.

Þessi ummæli lét hann falla þegar niðurstöður þriðja ársfjórðung ársins 2016 voru kynntar. Samdráttur hefur verið í meðalfargjöldum hjá Ryanair á þriðja ársfjórðungi. Meðalfargjöld lækkuðu um 17% og minnkaði hagnaður fyrirtækisins um 8% niður í 95 milljónir evra. Þrátt fyrir það jókst farþegafjöldinn talsvert eða um 16% upp í 29 milljónir á ársfjórðungnum.

Flugfélagið brýnir fyrir sig varkárni á þessu ári en þó er talið líklegt að hagnaður flugfélagsins á árinu verði.

Stikkorð: Ryanair hagnaður lækka fargjöld