Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur framlengt 134 milljarða krónu yfirtökuboð sitt í Aer Lingus, þrátt fyrir að litlar vonir standi til að af yfirtökunni verði, segir í frétt Dow Jones.

Tilboðið átti að renna út á mánudaginn, en þá hafði tilboðið aðeins fengið samþykki 0,93% hluthafa.

Ryanair jók hlut sinn í Aer Lingus úr 19,1% í 25% í síðustu viku.