Lágfargjalda flugfélagið, Ryanair, er gert að minnka 29,8% hlut sinn í Aer Lingus í 5%.

Þetta kemur fram í skýrslu breska samkeppniseftirlitsins en eftirlitið telur að eignin minnki umtalsvert samkeppni á flugleiðum milli Bretlands og Írlands. Ryanair hefur gefið út að það mun áfrýja niðurstöðu eftirlitsins.

Ryanair hefur þrisvar sinnum reynt að kaupa Aer Lingus en tilboðið sem þeir gerðu síðasta sumar var stöðavað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.