Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að hækka verð á innritunarþjónustu og farangursgjaldi og ber fyrir sig að félagið vilji minnka rekstrarkostnað sinn á flugvöllum víðs vegar um Evrópu.

Fréttavefur BBC greinir frá því að innritunargjald Ryanair muni hækka í fjögur pund sem er hækkun upp á eitt pund. Þá mun félagið rukka um 8 pund fyrir hverja tösku sem „tékkuð er einn“ en núverandi gjald er 2 pund á hverja tösku.

Þetta er í annað skipti á þessu ári sem Ryanair hækkar verð á sömu þjónustu og BBC hefur eftir talsmanni félagsins að gjöldin geti hækkað enn frekar.

„Við munum hækka verð á farangri þangað til allavega helmingur farþegar okkar innritar sig á netinu,“ segir Peter Sherrard, talsmaður Ryanair.

Flugfélagið vill með þessu hvetja viðskiptavini sína til að innrita sig á netinu og ferðast meira með handfarangur. Samkvæmt frétt BBC notast um 40% farþegar félagins netið til að innrita sig og losna þar við aukagjald.

Hækkandi eldsneytisverð og samdráttur í efnahagskerfum flestra vestrænna þjóða hafa gert flugfélögum erfitt um vik undanfarið og leita þau nú leiða til að hagræða í rekstri sínum. Með þessum breytingum segist flugfélagið geta sparað sér töluverðan rekstrarkostnað við innritun farþega og farangursþjónustu.