Lággjaldaflugfélagið Ryanair stefnir að því að leysa úr ágreiningi við þýsku verkalýðsfélög fyrir jólin. Þetta staðfestir Kenny Jacobs, markaðsstjóri fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef Reuters .

Flugmenn og flugfreyjur fyrirtækisins gengu út af vinnustaðnum fyrr í þessum mánuði og hafa verkalýðsfélög þeirra starfstétta hótað verkfallsaðgerðum.

Markaðsstjórinn benti jafnframt á það að útgjaldatölur fyrirtækisins myndu líta betur út í samanburði við önnur félög jafnvel þótt samkeppnisaðilar næðu samningi við verkalýðsfélögin.