Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair íhugar alvarlega að hefja flug frá Kaupmannahöfn. Í viðtali danska blaðsins Politikens við Karl Högstadius, yfirmann Ryanair í Danmörku, kemur fram að nýaflagður skattur á farþega í Damörku og hærri umhverfisskattar í Svíþjóð ýti á eftir slíkri ákvörðun.

Í dag flýgur Ryanair aðeins frá Århus og Esbjerg í Danmörku.