Flugfélagið Ryanair hyggst loka flugstöð sinni á Frankfurt Hahn flugvellinum í kjölfarið á því að þýskir flugmenn kusu gegn launalækkunum. Frá þessu er greint á vef BBC .

Fyrirtækið sagði í bréfi til flugmanna að flugstöðvar fyrirtæksins á Berlin Tegel og Dusseldorf flugvellinum ættu líka í hættu að verða lokað fyrir lok sumars.

Flugfélög hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika sökum ferðatakmarkana víða um heim sem ætlað var að stemma stigu við COVID-19 heimsfaraldurinn.

Flugmenn Ryanair á Bretlandi kusu nýverið með launalækkunum til að koma í veg fyrir atvinnuleysi meðal stéttarinnar.

Ryanair tilkynnti í maí að fyrirtækið hyggðist segja upp 3.000 manns í Evrópu.