*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Erlent 11. júlí 2015 11:39

Ryanair lokar í Kaupmannahöfn eftir helgi

Starfstöð Ryanair flytur frá Kaupmannahöfn til Kaunas.

Ritstjórn

Í gær staðfestu forsvarsmenn Ryanair að flugfélagið hygðist flytja starfstöð sína frá Kaupmannahöfn til Kaunas í Litháen, 14. júlí næstkomandi. Ástæðan sem gefin er fyrir þessu í tilkynningu frá félaginu er að boðað hafði verið til allsherjar vinnustöðvun dönsku stéttarfélaganna, til stuðnings starfsmönnum Ryanair í Danmörk og ekki hefur tekist að semja um að afstýra verkföllunum.

Flugvélar og störf flugmanna og flugfreyja Ryanair verða nú flutt til Kaunas í Litháen en flugvélar munu fljúga áfram til og frá Kaupmannahöfn, hins vegar án samninga við dönsk verkalýðsfélög þar sem Ryanair er ekki lengur með starfstöð í Kaupmannahöfn. 

Stikkorð: Ryanair Kaupmannahöfn verkföll Kaunas