Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur gert óvænt yfirtökuboð í flugfélagið Aer Lingus, sem nýverið var skráð á hlutabréfamarkað, segir í frétt Dow Jones.

Tilboðið hljóðar upp á 2,8 evrur á hlut, eða 130 milljarða króna og er tilboðið háð því að Ryanair nái meirihluta í félaginu. Talsmenn Ryanair telja að yfirtakan muni ekki brjóta í bága við samkeppnislög.

Viðskipti hófust með Aer Lingus í lok september, írska ríkið á enn 25% hlut í flugfélaginu.