Michael O’Leary, forstjóri Ryanair, segir að kyrrsetningu MAX 737 flugvéla Boeing muni hafa í för með sér að markmiðið flugfélagsins um 200 milljónir farþega á ári muni seinka um eitt eða tvö ár.

Ekki er búist við fyrstu MAX vélum Ryanair fyrr en í september eða október. Ryanair stefnir á að nota 55 737 MAX flugvélar í sumaráætlun næsta árs, ári á eftir áætlun. Þá er stefnt að því að 50 vélar til viðbótar verði teknar í notkun næstu þrjú sumur þar á eftir.

Nú er búist við því að markmiðið um 200 milljónir farþega árið 2025 eða 2026. Ryanair flaug 154 milljón farþega á síðasta ári til 200 áfangastaða í 40 löndum en flugfloti félagsins telur 470 flugvélar.

Ryanair á í viðræðum Boeing um bætur vegna kyrrsetningarinnar. Hins vegar sé ekki hægt að ljúka þeim fyrr en fyrir liggi trúverðug áætlun um hvenær vélarnar verði afhentar að sögn O’Leary.

Þá var greint frá því í gær að Ryanair hafi hagnast um 88 milljónir evra á síðasta ársfjórðungi sem lauk 31. desember, miðað við 66 milljón evra tap á sama tímabili ári áður. Farþegum fjölgaði úr 33,8 milljónum í 35,9 milljónir og tekjur jukustu úr 1,58 milljörðum evra í 1,91 milljarð evra.