*

laugardagur, 19. júní 2021
Erlent 3. desember 2020 16:03

Ryanair pantar 75 Max þotur í viðbót

Lággjaldaflugfélagið hefur pantað 75 Boeing 737 Max þotur, til viðbótar við 135 þotur sem áður höfðu verið pantaðar.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur pantað 75 Boeing 737 Max þotur til viðbótar, en vænta má að þoturnar snúi brátt aftur í háloftin eftir að hafa verið kyrrsettar í að verða tvö ár vegna tveggja mannskæðra flugslysa. Þessi trú lággjaldafélagsins á Max þotunum þykja jákvæðar fréttir fyrir Boeing og vonast flugvélaframleiðandinn til þess að fleiri stórar pantanir fylgi í kjölfarið. BBC greinir frá.

Flugfélagið hafði þegar samþykkt að kaupa 135 Max þotur en heildarvirði pöntunar Ryanair eftir þessa viðbót ku nema um 22 milljörðum dala. Ryanair stefnir á að fá þoturnar afhendar í byrjun næsta árs.

Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu nýlega grænt ljós á endurkomu flugvélanna í háloftin en evrópsk flugmálayfirvöld hafa ekki enn veitt samþykki, en fréttir herma að það styttist þó í það.

Stikkorð: Ryanair Boeing 737 Max