Ryanair varaði í dag við því að tap félagsins á árinu gæti orðið allt að 60 milljónir evra (tæplega 7,8 milljarðar íslenskra króna) ef olíuverð helst áfram hátt.

Hagnaður félagsins á þriggja mánaða tímabili, apríl-júní, var 21 milljón evrur, 85% minni en árið áður.

Hlutabréf Ryanair lækkuðu um 15% eftir að félagið gaf tilkynnti um þessa slæmu afkomu sem vænst er. Á meðan lækkuðu bréf British Airways um 4,7% og Easyjet lækkaði um 10%.

Forstjóri Ryanair, Michael O´Leary, segist búast við að reksturinn hætti að vera með tapi í fyrsta lagi í mars 2009.

Á síðasta ári var hagnaður Ryanair 480,9 milljónir evra. Eldsneytiskostnaður er nú 50% af rekstrarkostnaði félagsins en var í fyrra 36%.