Hlutabréf írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair féllu um næstum fimm prósent í kjölfar þess að félagið greindi frá því að hagnaður myndi dragast saman á þessu ári. Helsta ástæðan er sögð vera lægri sölutekjur, en það var viðbúið að farþegum myndi fækka á þessu ári eftir að tekjur félagsins höfðu aukist til muna á síðasta fjárhagsári. Ryanair sagði að minna væri um farþegabókanir fram í tímann, sem þýddi að félagið myndi þurfa að selja fleiri sæti með afslætti en ella. Að meðaltali mun fargjald lækka um fimm prósent á árinu.