Breska flugfélagið Ryanair staðfesti í dag að félagið muni lögsækja ríkisstjórn landsins og sækjast eftir 400 milljónum króna í skaðabætur vegna taps sem flugfélagið varð fyrir í kjölfar aukinna öryggisráðstafanna vegna hryðjuverkaógnarinnar í London, segir í frétt Dow Jones.

Flugfélagið hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir öryggisráðstafanirnar, sem flugfélagið segir gagnslausar og órökréttar. Ryanair segir að halda ætti áfram öllum samgöngum, líkt og gert var eftir hryðjuverkaárásirnar á lestarkerfi Lundúna.

Ryanair bendir á að til dæmis sé bann við snyrtivörum í farangri sé órökréttur þar sem hægt er að kaupa sambærilegan varning í fríhafnarverslunum og fara með í flug.

Framkvæmdarstjóri Ryanair, Michael O'Leary segir að eini hvati Ryanair í lögsókninni sé að standa í hári hryðjuverkamanna með því að sjá til þess að samgöngur verði óheftar, því muni félagið gefa allan ágóða sem hlýst af málaferlunum til góðgerðamála.