Lággjaldaflugfélagið Ryanair tapaði 10,3 milljónum evra, jafnvirði um 1,6 milljörðum króna, á síðustu þremur mánuðum ársins 2010. Félagið kennir verkföllum og vondu veðri um slæma afkomu. Aflýsa þurfti 3000 flugferðum á tímabilinu.Samanborið við sama tímabil í fyrra dró úr tapi, en þá nam tap félagsins 10,9 milljónum evra

Micheal O´Leary forstjóri Ryanair segir að vonir stóðu til að rekstur yrði við núllið á tímabilinu. Verkföll og veðurfar höfðu hinsvegar mikil áhrif á áætlunarflug.

Þrátt fyrir mikið tap þá jukust tekjur félagsins af sölu afþreyingar og varnings um borð um 20%. Auk þess leiddu hærri fargjöld og 6% fjölgun farþega til hærri tekna og drógu úr tapinu.