Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur dæms írska lággjaldaflugfélagið Ryanair skylt til að bæta farþega, Denise McDonagh, þann kostnað sem hún varð fyrir þegar flug hennar frá Portúgal til Írlands tafðist vegna gossins í Eyjafjallajöklin árið 2010.

Ryanair hafði haldið því fram að eldgos væru svo óvenjulegar aðstæður að því bæri ekki að standa undir kostnaði farþega sem af þeim hlytist. Dómstóllin var þessu ósammála og dæmdi Ryanair skylt til að greiða McDonagh bætur sem næmu kostnaði við gistingu, fullt fæði og ferðir milli flugvallar og gististaðar á meðan tafir urðu á fluginu heim.

Hins vegar sagði dómurinn að Ryanair þyrfti ekki að greiða neinar auka skaðabætur.