Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í dag aukna samkeppni við ríkisflugfélagið Aer Lingus.

Ryanair hefur ákveðið að fljúga á 18 nýja áfangastaði frá Dublin og hækkuðu bréf félagsins um 2,5% í morgun í kjölfar tilkynningarinnar.

Félagið mun fljúga til 18 áfangastaða í 11 löndum í Evrópu, það er í Frakklandi, Þýskalandi. Pólandi, Ítalíu, Svíþjóð, Spáni, Portúgal, Austurríki, Slóvakíu, Litháen og Bretlandi.

Einnig mun Ryanair auka flugferðir til borganna Frankfurt, Barcelona, Faro, Malaga, Carcasonne, Biarritz og Lodz.

"Nýju flugleiðirnar geta sært Aer Lingus og ég get ekki séð annað en að Ryanair muni hreinsa upp viðskiptavini félagsins á nýju leiðunum," sagði sérfræðingur í samtali við DowJones fréttastofuna.

Ryanair er einn helsti samkeppnisaðili easyJet, sem FL Group hefur verið að auka hlut sinn í jafnt og þétt.