*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Erlent 1. febrúar 2016 13:59

Ryanair tvöfaldar hagnað sinn

Milli ára tvöfaldaðist hagnaður írska flugfélagsins, en þá varð einnig fjórðungsaukning í farþegafjölda þess.

Ritstjórn

Flugfélagið írska Ryanair birti afkomuniðurstöður sínar á dögunum. Samkvæmt þeim tvöfaldaðist hagnaður félagsins milli ára, úr 49 milljónum evra í 103 milljónir evra, eða úr 7 milljörðum króna í 14 milljarða króna.

Þá segir einnig frá því að farþegafjöldi fyrirtækisins hafi aukist um 25% á milli tímabila. Hagnaðurinn var örlitlu undir spám greiningaraðila, en þrátt fyrir það er búist við hagnaðaraukningu á lokafjórðungi ársins.

Félagið hefur tilkynnt um að það hyggist kaupa upp eigin hlutabréf fyrir 112 milljarða íslenskra króna. Hlutabréfaverð félagsins jókst um allt að 2,3% í dag, en á síðustu 12 mánuðum hefur það hækkað um 39%.

Stikkorð: Ryanair Írland Flugfélag Afkoma
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is