Bréf stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, Ryanair, misstu flugið í kauphöllinni í London eftir að félagið birti afkomutölur sínar í gær.

Þrátt fyrir að farþegum félagsins hafi fjölgað um 28% í 6,6 milljónir og veltan hafi aukist um 23% í 29 milljarða íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi rekstrarins, lækkuð bréf félagsins um 2% frá byrjun dags.

Ástæðan fyrir lækkuninni er sú að Ryanair hefur aðeins hagstæða framvirka samninga um kaup á olíu til október næstkomandi, en ef olíuverð í heiminum fer ekki lækkandi mun sú staða koma illa niður á félaginu.

Þá er gert ráð fyrir að félagið muni þurfa að hækka flugfargjöld sín en forstjóri félagsins hefur látið svo ummælt að félagið stefni að því að fljúga með fólk ókeypis í nánustu framtíð.

Ryanair gerir ráð fyrir því að auka tekjur sínar í gengum bílaleigu, hótelgistingu og sölu á varningi um borð. Á næstunni verður t.d. boðið upp á ?rafræna" afþreyingu um borð.

Bréf félagsins hafa fallið um 34% í verði frá áramótum.