Lággjaldaflugfélagið Ryanair sem viðurkenndi nýlega rétt verkalýðsfélaga til þess að semja fyrir flugmenn sem fljúga fyrir Ryanair hefur varað við röskunum á flugi að því er BBC greinir frá .

Flugfélagið segist vera tilbúið að búa við raskanir vegna aðgerða verkalýðsfélaga til þess að verja viðskiptalíkan sitt og lág flugfargjöld.

Félagið stefnir jafnframt á að lækka fargjöld um 3% í ár en það átti góðu gengi að fagna í árshlutauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung síðasta árs þegar hagnaður jókst um 12% og farþegafjöldi um 6%.