Forsvarsmenn Ryanair vilja að dyr flugvéla séu stærri svo að það taki skemmra tíma að koma farþegum til og frá borði. Samkvæmt frétt The Guardian ætlar félagið í samstarf við kínverska flugvélaframleiðandann Comac til að láta þetta verða að veruleika. Comac er að þróa 200 sæta flugvélar sem Ryanir eru áhugasamir um að fá afhentar í kringum 2020.

„Boeing og Airbus líta á þig eins og þú sért með tvö höfuð ef þú ert með stærri dyr," segir Howard Miller, aðstoðarforstjóri Ryanair meðal annars. Samkvæmt honum var lítill áhugi innan félaganna fyrir hugmyndum Ryanair.

Að sögn Miller gengur hugmynd Ryanair út á að það taki minni tíma að koma farþegum til og frá borði með þessum hætti og það muni þá spara félaginu fjármuni.