*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 8. janúar 2018 13:31

Rýkur upp úr Trump turninum

Eldur virðist hafa blossað upp í turni Donald Trump Bandaríkjaforseta í New York en slökkviliðið er þegar komið á staðinn.

Ritstjórn
epa

Slökkvilið New York borgar var kallað út að háhýsi í eigu forseta Bandaríkjanna og fasteignamógúlsins Donald Trump um klukkan 12 nú í hádeginu að íslenskum tíma sem er um 7 um morgun að staðartíma.

Hafa slökkviliðsmenn sést athafa sig á þaki turnsins en reykur smýgur upp úr einu horni turnsins sem hýsir fyrirtæki og lúxusíbúðir, þar með talið heimili Donald Trump.

 

 

Stikkorð: Donald Trump New York Trump tower