Sala eigna “gömlu” íslensku viðskiptabankanna á næstu vikum mun skila litlum verðmætum í samanburði við heildarskuldbindingar og aðgerðir stjórnvalda eru líkleg til þess að leiða til fjölda lögsókna frá kröfuhöfum og kann það að lengja það uppnámstímabil sem nú ríkir í hagkerfinu.

Þetta kemur fram í nýlegri greiningu rannsóknarfyrirtækisins Credit Sights á stöðu mála hér á landi. Skýrslan kom út mánudag og ber heitið „Skuldabréfaeigendur kvaddir“ og í henni er farið yfir stöðu mála eftir að bankarnir voru þjóðnýttir. Þar sem að ekki var búið að ganga frá framtíðarskipan Kaupþings þegar skýrslan var skrifuð nær hún eingöngu til Landsbankans og Glitnis.

Tekið er fram að erlendur hluti gömlu bankanna fari ekki inn í nýju bankanna og þar af leiðandi verða innlendar eignir þeirra mun meiri en innlendar skuldbindingar: Hinsvegar er bent á að íslenska bankakerfið hafi verið háð erlendum mörkuðum um fjármögnun og því sé vert að spyrja hvernig nýju bankarnir muni nú fjármagna sig?

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .