Samtök atvinnulífsins boða til blaðamannafundar í dag þar sem farið verður yfir afstöðu stjórnar SA til stöðugleikasáttmálans og fjölda vanefnda á honum af hálfu ríkisstjórnarinnar. Eins og komið hefur fram í fréttum telja SA að með ákvörðun um aukin skötuselskvóta séu forsendur stöðugleikasáttmálans að bresta.

Í stöðugleikasáttmálanum sem skrifað var undir í júní í fyrra hafi verið kveðið á um að á árunum 2009,2010 og 2011 væri tiltekin þörf á að minnka hallann á ríkisbúskapnum. Samkomulag hafi verið gert um að fara blandað leið skattahækkana og lækkunar á útgjöldum ríkisins, 45% að hámarki yrði mætt með skattahækkunum en 55% með samdrætti gjalda. Þannig áttu skattahækkanirnar að koma fyrst en lækkun gjalda að mestu síðar.