Af pólitískri umræðu mætti stundum ætla að Ísland ætti langt í land með að flokkast sem norrænt velferðarríki. Það er þó fjarri sanni þegar litið er á mælikvarða á borð við hlutdeild samneyslu og heildartekjur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu.

Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins (SA) í dag en samneysla er samanlögð neysla ríkissjóðs, sveitarfélaga og almannatrygginga. Til samneyslu teljast laun og tengd gjöld þessara aðila, kaup þeirra á vöru og þjónustu, að frádreginni sölu, og afskriftir.

Dæmi um samneyslu eru launaútgjöld í heilbrigðis- og menntaþjónustu og kaup þessara greina á þjónustu. Önnur dæmi um samneyslu eru rekstur stjórnsýslustofnana ríkis og sveitarfélaga, dómstólar og löggæsla. Tekjutilfærslur til lífeyrisþega og atvinnuleysisbætur flokkast hins vegar ekki undir samneyslu.

Sjá nánar vef SA.