Samtök atvinnulífsins (SA) segja hugmyndir nýrrar ríkisstjórnar um að metnir verði kostir þess að stytta vinnuvikuna, koma á óvart því vinnutími sé viðfangsefni kjarasamninga og meðal samningsaðila hafa undanfarin ár ekki farið fram neinar umræður um styttingu vinnuvikunnar.

Þá segja samtökin að orlof sé töluvert lengra á Íslandi en í flestum öðrum ríkjum og sérstakir frídagar sömuleiðis fleiri.

„Ársvinnutími í dagvinnu er hvergi lægri nema í Þýskalandi og Frakklandi og hvorki eru tilefni né aðstæður til þess nú að eyða miklum tíma í skoðun á því hvort stytta eigi vinnuvikuna á Íslandi,“ segir á vef SA.

Sjá nánar vef SA.