Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að fram fari rafræn skoðanakönnun meðal aðildarfyrirtækja SA um hvort þau séu fylgjandi eða andvíg því að SA beiti sér fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi.

Könnunin stendur nú yfir, að  því er fram kemur á vef SA.

Þegar er ljóst að Landssamband íslenskra útvegsmanna er mótfallið aðild að ESB. Stjórn LÍÚ hefur lýst því yfir að hún hyggist segja sig úr SA verði síðarnefndu samtökunum beitt í þágu aðildar Íslands að ESB.