Konur eru fjórðung allra fulltrúa Samtaka Atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í frétt samtakanna, sem skipa 24 sæti stjórnarmanna í níu lífeyrissjóðum.

„Árið 2008 voru konur helmingur tilnefndra stjórnarmanna SA og skipa nú konur fjórðung af þeim sætum sem SA skipa í lífeyrissjóðunum,“ segir í fréttinni.

SA hafa viljað auka fjölbreytni stjórnarmanna og rétta hlut kynjanna, að því er segir í frétt SA.