Samtök atvinnulífsins lýsa yfir áhyggjum sínum af hugsanlegri vaxtahækkun Seðlabankans nú næstu daga í því skyni að vinna gegn hækkunum á verðlagi í landinu.

Í bréfi til bankastjórnar Seðlabankans lýsa samtökin verulegum efasemdum um að vaxtahækkun nú muni skila tilætluðum árangri. Allt eins megi reikna með því að vaxtahækkun þyki ótrúverðug vegna þess hve vextir eru háir fyrir og vegna þess að gengið lækkaði þrátt fyrir þessa háu vexti. Þá benda SA á líkur á efnahagssamdrætti á næsta ári og telja vaxtahækkun því vafasama. SA hvetja því Seðlabankann til að halda að sér höndum með vaxtahækkun.