Samtök atvinnulífsins mótmæla harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðuneytisins að fela sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli að taka um áramót yfir þann hluta öryggiseftirlits sem fyrirtækin Securitas og Öryggismiðstöð Íslands hafa haft með höndum á flugvellinum frá því í sumar, segir í tilkynningu.

"Fyrirtækin tvö hafa sýnt fram á að þau geta rekið þessa þjónustu með mun lægri tilkostnaði en sýslumannsembættið. Starfsemin hefur komið vel út í prófunum viðurkenndra eftirlitsaðila. Samtök atvinnulífsins mótmæla þess vegna harðlega þessari öfugþróun og ríkisvæðingu á þjónustusviði, sem gengur í berhögg við nýja útvistunarstefnu ríkisins," segir í tilkynningunni.