Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur gefið út nýja gjaldskrá þar sem tímagjald fyrir eftirlitsstörf eru hækkuð um 10% frá fyrri gjaldskrá sem gefin var út í janúar 2004. Samtök atvinnulífsins telja þessa hækkun fordæmalausa.

Í frétt frá SA segir að fyrir "tímabundna starfsemi tengda stóriðju og virkjunum" er gjaldið hins vegar 30% hærra en hjá þeim sem stunda það sem eftirlitið kallar hefðbundna starfsemi. "Þessi sérstaka gjaldtaka er fordæmalaus og svarar gjaldið til þess að kostnaður við dagvinnu eins heilbrigðisfulltrúa séu tæplega 1,5 milljónir króna á mánuði," segir í frétt SA.