Samtök Atvinnulífsins, eða SA, gagnrýna frumvarp um netöryggisgjald sem er til umsagnar hjá innanríkisráðherra.

Samtökin mótmæla því að skatturinn verði aðeins lagður á tilteknar tegundir fyrirtækja, og ekki jafnt á öll fyrirtæki. Fjarskiptafyrirtæki og orkuveitur, fjármálafyrirtæki og kauphallir ekki einu fyrirtækin sem netöryggi skiptir máli fyrir.

Einnig gagnrýna samtökin að skatturinn verði lagður á yfir höfuð, og að óþarft sé að hækka verð og „viðhalda endalausri hringrás verðbólgu."

Tillaga um eflingu netöryggis

Frumvarpið sem er nú til umsagnar - og Viðskiptablaðið fjallaði um í síðustu viku - felur í sér að netöryggissveit verði efld og færð undir Ríkislögreglustjóra. Öryggissveitin eigi að  gegna hlutverki öryggis- og viðbragðshóps til verndar mikilvægra samfélagslegra innviða gegn netárásum.

Rekstraraðilar á borð við skráð fjarskiptafyrirtæki, raforku- og hitaveitur, fjármálafyrirtæki og kauphallir munu greiða fyrir þessa eflingu netöryggissveitarinnar,  komi til þess að frumvarpið verði fest í lög.