Til að stuðla að framgangi samkomulags Samtaka atvinnulífsins (SA) og ASÍ um vinnustaðaskírteini hafa SA ráðið tvo eftirlitsfulltrúa sem bætast í hóp eftirlitsmanna sem stéttarfélög hafa tilnefnt. Frá þessu er greint á vef SA en vinnustaðaskírteininu er, að sögn SA, ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði.

Eftirlitsfulltrúarnir munu hafa aðstöðu í Húsi atvinnulífsins. Einungis fyrirtæki sem skráð eru undir ÍSAT2008 númerunum 41, 42, 43, 55 og 56 falla undir eftirlitið til að byrja með, þ.e. í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, veitingastarfsemi og rekstri gististaða.