Halldór Benjamín Þorbergsson, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir orð forsætisráðherra um að stýrivextir séu of háir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

„Við höfum miðað við að þeir séu einu prósentustigi of háir hið minnsta,“ sagði Halldór Benjamín, í viðtali við blaðið. Hann tekur jafnframt fram að verðbólguspár Seðlabankans hafi ofmetið verðbólgu um eina prósentu og því sé hægt að færa rök fyrir því að stýrivextir séu hærri en lagt var upp með þegar þeir voru settir.

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um, þá gerði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, háa vexti Seðlabanka Íslands að umfjöllunarefni í áramótaræðu sinni. Þar kallaði hann eftir því að vextir yrðu lækkaði til að koma í veg fyrir að illa færi.