Samtök atvinnulífsins (SA) segja Fjármálaeftirlitið (FME) fara með fleipur þegar það tilkynnti að einhliða ákvörðun hafi verið tekin um að víkja Sigurði Jóhannessyni, stjórnarmanni í Stapa lífeyrissjóði, frá störfum. SA tilnefndi Sigurður til stjórnarsetunnar til tveggja ára árið 2010. Á aðalfundi í maí hafi nýr stjórnarmaður tekið sæti hans.

Fram kom í tilkynningu FME í gær að í október hafi Sigurður ekki talist uppfylla hæfisskilyrði og gerð krafa um að hann léti af störfum sem stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum innan tveggja vikna. Það hafi hann ekki gert rúmum sjö vikum síðar og honum því verið vikið frá.

SA segir:

„Breytingin var tilkomin að ósk Sigurðar sem féllst hins vegar á að SA tilnefndi hann sem varamann í stjórn lífeyrissjóðsins. Það er því rangt sem haldið er fram í tilkynningu FME frá 18. desember að Sigurði Jóhannessyni hafi verið vikið úr stjórn Stapa, honum var hins vegar vikið sem varamaður úr stjórninni.“

Þá segir:

„Samtök atvinnulífsins telja að Sigurður sé fullkomlega hæfur til umræddra starfa, fjölmargir stjórnarmenn fjármálafyrirtækja hafa gengist undir hæfispróf FME oftar en einu sinni. Sigurður hugði ekki á áframhaldandi stjórnarsetu og því virtist ekki ástæða til þess að eyða tíma hans eða hæfnismatsnefndarinnar í þá vinnu, í ljósi þess að sem gilt hefur almennt um varamenn í stjórnum lífeyrissjóða.“