Samtök atvinnulífsins (SA) segja verkalýðsleiðtoga innan ASÍ gefa lítið fyrir þann árangur sem náðst hefur í stöðugleika verðlags og þeir boði verkföll á komandi vetri sem muni valda miklu tjóni. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef SA.

Þar segir að ársverðbóla sé nú aðeins 1,8% og verðbólguvæntingar hafi hjaðnað mikið. Samtökin hafi fyrir ári síðan hvatt til þess að launahækkanir yrðu sambærilegar og í nágrannalöndunum, þar sem stuðlað yrði að stöðugu verðlagi og aukningu kaupmáttar launa í hægum en öruggum skrefum. Það hafi tekist á Norðurlöndum, en ekki í þeim öfgafullu sveiflum sem tíðkast hafi hér á landi. Með samhentu átaki aðila á vinnumarkaði, stjórnvalda, fyrirtækja og starfsfólks hafi þetta hins vegar tekist og verðlag sé nú stöðugra en það hafi verið í áratug.

SA segir hins vegar að verkalýðsleiðtogar innan ASÍ hyggist knýja fram launahækkanir langt umfram það sem samrýmist stöðugu verðlagi og þar með hverfi þeir frá þeirri leið sem lagði grunn að þeim stöðugleika sem Íslendingar búi nú við. Þann stöðugleika megi sjá á fjölmörgum mælikvörðum.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér .