Samtök atvinnulífsins (SA) hafa farið þess á leit við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst að opnað verði fyrir fleiri námsleiðir í ljósi aðstæðna í efnahagslífi og á vinnumarkaðnum framundan.

Þór Sigfússon, formaður SA, hefur rætt við Svöfu Grönfeldt, rektor HR, og Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, og hyggst einnig ræða við Háskóla Íslands.

Þetta kemur fram á vef SA.