Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins telja skynsamlegt að samið verði til skamms tíma við gerð næstu kjarasamninga vegna óvissu sem uppi er í efnahagsmálum, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út í lok nóvember og hafa forystumenn SA sett fram þá hugmynd að skammtímasamningar gætu t.d. gilt til áramóta 2014-15. Tíminn fram að því verði notaður til að leggja grunn að samkomulagi til lengri tíma.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir mikla óvissu um gengisstöðugleika á næstu árum.

„Við höfum verið efins um að það séu forsendur til þess að reyna að ráðast í gerð langtímasamnings við þessar kringumstæður,“ segir Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið.

„Við höfum velt fyrir okkur ýmsum möguleikum. Eitt þeirra vandamála sem við stöndum frammi fyrir er sú mikla óvissa sem er um þróun hagkerfisins næstu misserin, hvernig við munum bera okkur að og hvernig til tekst með samninga við kröfuhafa bankanna,“ segir hann.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að við þær flóknu aðstæður sem uppi eru geti verið rétt að byrja á því að ganga frá einhvers konar skammtímasamningi á meðan menn átta sig á hver þróunin verður og hvernig ný ríkisstjórn ætlar að taka á verkefnunum,