Samtök atvinnulífsins (SA) hafa tilefnt 10 konur til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. Aðeins vantar eina til tvær konur til að kynjahlutföll verði jöfn á meðal fulltrúa SA í stjórnum sjóðanna. Reiknað er með að það náist á næsta ári en þá verða 12 til 13 konur fulltrúar SA í stjórnum lífeyrissjóða. Náist gæti reyndar svo farið að konur verði aðeins fleiri en karlar, 52%

Fram kemur í tilkynningu frá SA að í september á næsta ári taki gildi ný lög sem kveði á um að hlutfall hvors kyns verði ekki lægra en 40% í stjórnum allra lífeyrissjóða landsins. Þeir eru 32 talsins.

Samtökin hafi tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum lífeyrissjóðanna og að unnið hafi verið að því markvisst að jafna hlut kynjanna.

Samtök atvinnulífsins