Sænski bílaframleiðandinn Saab hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að hafa mistekist að ná samningum við lánadrottna sína.

Frá þessu er greint á vef BBC en þar segir að félagið hafi átt í viðræðum við kínverska fjárfesta. Þær viðræður er nú runnar út í sandinn.

Saab er að hluta til í eigum bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Í frétt BBC segir að General Motors hafi lagst gegn því að kínverskir aðilar kæmust í þá tækniþekkingu sem til er hjá félaginu.

Þá kemur fram að framleiðsla Saab í Trollhattan í Svíþjóð var hætt í apríl á þessu ári. Áður höfðu sænsku verkalýðsfélögin Unionen og Ledarna óskað eftir því að Saab yrði tekið til gjaldþrotaskipta en fyrirtækið hefur enn ekki greitt laun fyrir ágústmánuð. Verði fyrirtækið úrskurðar gjaldþrota mun sænska ríkið taka við launaskuldbindingum þess.