Sænska iðnfyrirtækið Saab hefur sagt upp 146 starfsmönnum sem unnu í málmsmíðadeild félagsins. Flestar uppsagnirnar eiga sér stað í Linköping segir í frétt á vef Dagens Industri.

Allst hafa 300 mann misst vinnuna hjá Saab undanfarið en 200 manns samþykkktu sjálfviljugir að hætta hjá fyrirtækinu.

Flestir þeirra sem nú missa vinnuna unnu hjá JAS 39 Grippen, dótturfélagi Saab en ætlunin er að flytja hluta af sterfseminni til útlanda.

Talsmenn Saab hafa haldið því fram að félagið þurfi að segja upp á milli 1.000 og 1.500 starfsmönnum. Í fyrra var 770 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp.