Stjórnvöld í Brasilíu hafa fest kaup á 36 stríðsþotum frá sænska þotuframleiðandanum Saab. Samningaviðræðurnar hafa staðið yfir síðan í desember síðastliðnum og náðust samningar milli aðilanna síðasta mánudag. Wall Street Journal greinir frá málinu.

Brasilísk stjórnvöld þurfa að reiða fram 5,44 milljarða bandaríkjadollara fyrir þotunum, en það jafngildir um 660 milljörðum íslenskra króna. Munu þau fá afhentar 28 eins sæta og 8 tveggja sæta þotur af gerðinni Gripen NG.

Þoturnar verða afhentar frá árinu 2019 til 2024.