Þjóðarsjóður Sádi Arabíu, PIF, er í viðræðum um að kaupa hlut í breska bílaframleiðandanum sem sækist nú eftir auknu fjármagni fyrir næstu kynslóð bíla hjá sér. Talið er að sjóðurinn gæti lagt fram allt að 200 milljónir punda eða yfir 32 milljarða króna í formi nýs hlutafjár, samkvæmt heimildum Financial Times.

PIF á þegar hlut í McLaren og rafbílaframleiðandanum Lucid Motors. Goðsagnakenndi bílaframleiðandinn átti þegar í samstarfi við konungsríkið eftir að hafa bætt við endurskírt Formúlu 1 liðið sitt Aston Martin Aramco Cognizant fyrr í ár en Aramco er heitið á olíufyrirtæki Sádi-Arabíu.

Í umfjöllun breska dagblaðsins segir að Aston Martin horfi fram á áskoranir varðandi fjármögnun á næstu kynslóð sportbíla sem og sókn í rafbílavæðingu. Fyrirtækið er vel skuldsett og veltufé frá rekstri er neikvætt. Aston leggur nú áherslu á að greiða niður skuldir sínar sem bera háa vexti. Nettó skuldir fyrirtækisins námu 957 milljónum punda í lok mars. Bílaframleiðandinn áætlar að verja 130 milljónum punda í vaxtagreiðslur í ár.

Hlutabréf Aston Martin hafa fallið um 20% frá lokun markaða á þriðjudaginn og alls um 69% í ár.