Sádi-Arabísk stjórnvöld hyggjast verja 70 milljörðum Bandaríkjadala til þess að auka olíuframleiðslugetu sína á næstu árum. Auk þess hyggjast þeir verja 25 milljörðum dala til þess að auka olíuhreinsunargetu konungsdæmisins.
Samkvæmt áætlunum mun olíuframleiðslugeta Sáda verða 12.5 milljónir fata á dag, en núna geta þeir dælt 11,3 milljónum fata upp úr jörðu á degi hverjum.