Ríkisstjórn Sádi Arabíu mun hækka virðisaukaskattinn upp í 15% til að bregðast við samdrætti vegna COVID-19 líkt og BBC greindi frá. Ríkidæmið lagði fyrst á virðisaukaskatt fyrir tveimur árum til þess vera ekki jafn háð olíuframleiðslu.

Að auki mun ríkidæmið leggja niður framfærslur til þegna sinna tímabundið. Ríkisstarfsmenn höfðu fengið mánaðarlegar framfærslur sem námu 1.000 riyal sem jafngildir um 40.000 krónum frá 2018.

Mohammed Al-Jadaan, fjármálaráðherra Sádi Arabíu, sagði að tvíburaaðgerðirnar væru til þess fallnar að bæta stöðu ríkissjóðs sem hefur versnað vegna olíuverðslækkanna og kórónaveirunnar. Tilkynningin kom eftir að ríkissjóðurinn var rekinn með 1.309 milljarða króna halla á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Olíutekjur hafa dregist saman um tæp 22% á sama tímabili. Á sama tíma hefur gjaldeyrisforði seðlabanka Sádi Arabíu ekki minnkað hraðar á síðustu tveimur áratugum og náði sínu lægsta stigi frá 2011.